LaxapatéÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6491 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Laxapaté. 600 gröm ferskt spínat 3 lítrar vatn 2 teskeiðar gróft salt 700 gröm laxbitar (án roðs) 1/4 líter rjómi 1 egg 1 1/2 teskeið gróft salt 1/8 teskeið cayennepipar 1 1/2 desilíter sýrður rjómi 18% 1 1/2 desilíter sýrður rjómi 38% 1 1/2 teskeið limesafi 1/2 teskeið gróft salt Pipar úr kvörn Punt: Limebátar og sítrónugras Meðlæti: Súpubrauð Aðferð fyrir Laxapaté: Eldunartími í ofni: cirka 1 klukkutími og 10 mínútur. Örbylgjuofn: Setjið plastfilmu yfir og eldið í 12 mínútur á fullum styrk. Skerið það efsta af spínatinu og skolið vel. Sjóðið spínatið í söltu vatni í cirka 1 mínútu. Hellið þeim í sigti og pressið vatnið frá. Hreinsið lacxinn og fjarlægið bein ef einhver eru. Skerið stykki af þykkasta bitanum (cirka 24 cm) sem passar í eldfast mót sem er cirka 1 líter. Skerið afganinn af laxinum í teninga. Setjið laxbitana, rjóma, egg, salt og cayennepipar í blandara og blandið á fullum styrk í cirka 30 sekúndur. Þetta á að verða að þykku farsi. Smyrjið eldfastamóti og leggjið hráefnin í, í þessari röð: Fars, spínatblöð, laxbitinn, spínatblöð, fars. Bankið mótinu léttilega í borðið. Setjið álpappír yfir eða lok og eldið í miðjum ofni. Geymið í ískáp í 12-24 tíma. Limedressing: Blandið sýrðum rjóma, limesafti, salti og pipar saman. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ískáp í að minnsta kosti klukkutíma. Hrærið aftur saman áður en þetta er borið fram. þessari uppskrift að Laxapaté er bætt við af Sylvíu Rós þann 18.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|