Lax í smjördeigi


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7842

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lax í smjördeigi.

2 laxaflök roðflett og beinlaus
1 kíló smjördeig

Hrísgrjónablanda:
1 lítill saxaður laukur
2 matskeiðar smjör
½ bolli hrísgrjón
1 bolli kjúklinga- eða fiskisoð
Lárviðarlauf, steinselja, salt og pipar

Sveppablanda:
1 stór skalottulaukur, saxaður smátt
2 matskeiðar smjör
1 askja sveppir, saxaðir smátt
Saft úr ½ sítrónu
Salt, pipar og múskat

Eggjablanda:
2 stór egg
1 lítill laukur, mjög fínt saxaður
2 matskeiðar smjör
2 teskeiðar ferskt dill, saxað
Salt, pipar og cayennepipar


Aðferð fyrir Lax í smjördeigi:

Hrísgrjónablanda:
Steikið laukinn í smjöri. Bætið hrísgrjónunum út í. Hellið kjúklingasoðinu yfir og sjóðið þetta með lárviðarlaufi og steinselju. Piprið og saltið eftir smekk. Látið þetta á disk og kælið.

Sveppablanda:
Steikið skalottulaukinn, bætið sveppunum út í og hellið sítrónusafanum yfir. Kryddið eftir smekk.

Eggjablanda:
Harðsjóðið eggin og látið þau kólna. Steikið laukinn og látið hann líka kólna. Saxið eggin og bætið lauknum og dillinu saman við.

Fletjið helminginn af smjördeginu út og færið það yfir á bökunarpappír í ofnskúffu. Látið helminginn af hrísgrjónablöndunni á. Leggjið laxaflakið yfir. Látið helminginn af sveppablöndunni yfir, svo alla eggjablönduna og svo hinn helminginn af sveppablöndunni. Leggjið seinna laxaflakið yfir og svo afganginn af hrísgrjónablöndunni. Látið smjördeig yfir. Snyrtið og formið deigið fallega. Gerið loftgöt. Penslið með eggi og steikið við 200 gráður, í 40-50 mínútur.


þessari uppskrift að Lax í smjördeigi er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lax í smjördeigi
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Lax  >  Lax í smjördeigi