Lasagne


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5375

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lasagne.

Lasagne blöð
Gratínostur
500 grömm nautahakk
2 millistórir laukar
1 lítil salsasósa (Hver og einn velur styrkleika en ég er alltaf með milda)
25 grömm tómatpúrra

Sósan:
Ostasósa (tilbúin)
Mjólk



Aðferð fyrir Lasagne:

Byrjaðu á því að skera laukinn smátt og steikja hann á pönnu. Því næst bætir þú hakkinu við og steikir þar til það er steikt í gegn. Helltu síðan salsasósunni út á hakkið og laukinn ásamt 25 grömmum af tómatpúrrunni.

Á meðan þetta steikist við lágan hita, býrðu til sósuna sem kemur á milli hæða í lasagnanu. Taktu ostasósuna og helltu henni í pott ásamt 100-150 ml. af mjólk. Hrærðu þetta sama við millihita þar til sósan er orðin frekar þunn.

Takið fram eldfast mót og hellið ostasósu í botninn, leggið lasagneblöð ofaná og svo hakk. Haldið áfram í þessari röð þar til allt hráefnið er komið í mótið.

Þá strár þú bara gratínosti yfir og skreytir með tómötum. Bakið í ofni við 180 gráður þar til osturinn er orðin gulbrúnn. Berið fram með salati og brauði.

þessari uppskrift að Lasagne er bætt við af Halla Guðmundsdóttir þann 15.11.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lasagne
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Lasagne