Kryddaður lambapottrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 11064 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kryddaður lambapottréttur. 1 kíló lambakjöt 1 ½ teskeið salt ¼ teskeið pipar ½ teskseið basilikum ½ teskeið rósmarín 1 hvílauksgeiri 2 matskeiðar tómatpúrra 3 desilítrar kjötkraftur 1 lítið blómkál 300 grömm frosnar grænar baunir 4 tómatar 1 matskeið sítrónusafi Smá rifinn sítrónubörkur Aðferð fyrir Kryddaður lambapottréttur: Skerið kjötið í teninga, cirka 3x3 cm og brúnið það í potti, helst án þess að setja olíu eða smjör í pottinn. Kryddið með salti, pipar, basilikum og rósmarini og hellið kjötkrafti í. Látið þetta sjóða í cirka hálftíma við lágan hita. Hreinsið blómkálið og skerið það í litla vendi. Skrælið tómatana. Bætið tómötum, baunum og blómkáli í pottinn og látið þetta malla áfram í 15 mínútur, þar til allt er soðið í gegn. Bætið sítrónusafa og sítrónuberki í og kryddið meira eftir þörfum. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum. þessari uppskrift að Kryddaður lambapottréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|