Kindalundir í sætkryddaðari sósu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5373

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kindalundir í sætkryddaðari sósu.

600 grömm kindalundir
Hálf sítróna
2 matskeiðar grænt pestó
Salt og pipar
Olía
Smá timjan

Sósan:
1-2 matskeiðar olía
1 laukur
3 hvítlaukslauf
Tæp lúka af möndlum
1-2 cm engiferkubbur
Hálf dós af hökkuðum tómötum
Hálf lítil dós af kókosmjólk
2 teskeiðar karrý
3 teskeiðar kanill
1 lambakraftsteningur


Aðferð fyrir Kindalundir í sætkryddaðari sósu:

Snyrtið lundirnar og skerið þær í þægilega bita. Ekki samt gúllasbita og ekki steikarbita. Ein lund ætti að vera um 4-5 bitar. Setjið svo pestóið, safa úr hálfri sítrónu, smá olíu, salt og pipar eftir smekk og smá timjan í poka og hristið saman og nuddið í kjötið. Því lengur sem þetta geymist því betra verður það á bragðið.

Saxið hvítlaukin, laukin, engiferið, möndlunar og steikið uppúr olíunni, á pönnu. Þegar þetta er farið að mýkjast og litast, bætið þá kókósmjólkinni og tómötunum í. Því næst kryddinu og kjötkraftinum. Steikið/sjóðið í um 5-10 mínútur. Setjið svo sósuna/gumsið í eldfast mót og steikið kjötið létt á pönnunni þar til það er fallega brúnt á öllum hliðum.
Raðið svo kjötbitunum ofan á sósuna/gumsið eða blandið saman.
Hitið í ofni í um 10 mínútur við 180 gráður.



þessari uppskrift að Kindalundir í sætkryddaðari sósu er bætt við af Óttar G. Birgisson þann 17.02.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kindalundir í sætkryddaðari sósu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Indverskar uppskriftir  >  Kindalundir í sætkryddaðari sósu