Lambalæri með fyllingu


Árstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4733

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambalæri með fyllingu.

1 lambalæri
100 grömm fetaostur, grófmulinn
10-12 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
3 matskeiðar furuhnetur
3 matskeiðar rautt pestó
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
10-15 basilíkublöð, söxuð (má sleppa)
1 teskeið ferskt rósmarín, saxað (má sleppa)
Salt og pipar




Aðferð fyrir Lambalæri með fyllingu:

Úrbeinið lærið. Blandið saman fetaosti, tómötum, furuhnetum, pestói, hvítlauk, kryddjurtum, pipar og dálitlu salti í skál. Fyllið lambalærið með blöndunni. Lokið vel fyrir með grillpinnum. Kryddið vel að utan með salti og pipar. Hitið grillið vel og slökkvið svo á öðrum brennaranum. Ef þið notið kolagrill ýtið þá kolunum til hliðar í miðjunni og setjið álbakka þar. Leggjið lærið á grindina þar sem enginn eldur er undir. Lokið grillinum og grillið lærið við meðalhita, í um 1 klukkustund, eða eftir smekk. Snúið lærinu einu sinni eða tvisvar. Takið lærið af grillinu þegar það er tilbúið og látið það standa í a.m.k 15 mínútur áður en það er skorið.

þessari uppskrift að Lambalæri með fyllingu er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lambalæri með fyllingu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Lambalæri með fyllingu