Lambakjötspottréttur frá MarokkóÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 8 - Fitusnautt: Já - Slög: 12038 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambakjötspottréttur frá Marokkó. 50 grömm möndluflögur 4 matskeiðar ólífuolía 2 kíló úrbeinaður lambsbógur, snyrtur og skorinn í teninga Pipar og salt 2 laukar, saxaðir 3 hvítlauksrif í þunnum sneiðum 3 matskeiðar saxaður, ferskur kóríander 2 teskeiðar malað kúmen 2 teskeiðar malaður kanill 1 teskeið túrmerik 1 cm ferskur engifer saxað smátt eða 1/2 teskeið malað engifer 1/2 teskeið cayenne pipar 2 matskeið fínsaxaðar möndlur 1 appelsína ásamt rifnum berki (ekki hvítu himnuna) 500 ml kjúklingasoð 180 grömm aprikósur eða 180 grömm steinlausar döðlur eru líka frábærar í þennan rétt 4 kvistir kóríander, rifnir niður Tómatpuré ef vill, til að þykkja með og kúskús eða salat sem meðlæti. Aðferð fyrir Lambakjötspottréttur frá Marokkó: Hitið stóran pott og þurrsteikið möndluflögurnar þar til þær verða gullitaðar. Leggið þær til hliðar og geymið. Setjið helminginn af olíunni í pottin og brúnið kjötið í áföngum við háan hita. Kryddið hvern skammt með salti og pipar og setjið til hliðar. Hitið afganginn af olíunni í pottinum og mýkjið lauk og hvítlauk í 6-8 mínútur. Bætið saxaða kóríanderinu, kúmeni, kanil, túrmerik, engifer og cayenne pipar út í og steikið í 5 mín. Bætið kjötinu aftur í pottin og hrærið söxuðum möndlum saman við. Safanum úr appelsínunni og fínt rifnum berkinum bætt út í ásamt kjúklingasoðinu. Hitað að suðu og lækkaður hitinn. Látið malla undir loki í um 2 klukkustundir. Aprikósunum bætt út í og látið malla í 20 mínútur. Ef sósan er of þunn má bæta í tómatpure og hafa pottinn opinn. Ristuðum möndluflögunum og rifnum kóríander dreyft yfir réttin þegar hann er borinn fram. þessari uppskrift að Lambakjötspottréttur frá Marokkó er bætt við af Unnur Birna Magnúsdóttir þann 24.03.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|