Lagkaka með súkkulaðikremiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4053 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lagkaka með súkkulaðikremi. 250 grömm smjörlíki 260 grömm sykur 260 grömm hveiti 2 teskeiðar lyftiduft 4 egg 1 matskeið mjólk 1/2 teskeið vanilludropar Krem: 1/4 bolli smjörlíki 2 1/4 bolli flórsykur 100 grömm súkkulaði 3 matskeiðar rjómi 1/2 teskeið vanilludropar Aðferð fyrir Lagkaka með súkkulaðikremi: Degið: Hrærið smjörlíki og sykur saman, þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í senn. Þeytið vel. Blandið þurrefnunum saman og bætið þeim í hræruna. Degið er bakað í lagkökumóti eða í skúffu. Ágætt er að búa til pappírsskúffu eins og fyrir rúllutertu og skipta deginu í tvennt. Til að fá lagkökuna fjórfalda er hvorum botni skipt í tvennt. Kremið dugir alveg til þess. Krem: Smjörlíki og sykur hrært saman. Súkkulaðið brætt yfir gufu og smám saman bætt út í sykurblönduna. Bætið síðan rjómanum og vanilludropunum í. Hrært með sleif, þangað til kremið hefur kólnað það mikið að það er orðið mátulega þykkt til að smyrja því á kökuna. þessari uppskrift að Lagkaka með súkkulaðikremi er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 23.02.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|