Kjúklingur með pestóÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6094 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með pestó. 4 kjúklingabringur 1 dós heilir tómatar 1 krukka rauð pestó Fetaostur Ólífuolía Aðferð fyrir Kjúklingur með pestó: Eldfast mót er smurt með ólífuolíu. Tómatarnir stappaðir og hellt í mótið ásamt safanum. Bringunum er vellt uppúr pestósósunni og lagðar í mótið. Restinni af pestósósunni bætt við tómatmaukið. Látið í ofn á 180-200 gráður í cirka 15 mínútur. Þá er fetaosturinn stappaður og settur yfir bringurnar. Sett aftur inn í ofn í cirka 10 mínútur í viðbót. Berið fra með salati, hrísgjórnum og hvítlauksbrauði. Gott er að bæta sólþurrkuðum tómötum, ólífum, aprikósum eða þess háttar í formið í lokin, allt eftir smekk hvers og eins. þessari uppskrift að Kjúklingur með pestó er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|