Kjúklingur með pasta


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7322

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur með pasta.

500 grömm pasta
Kjúklingabitar etv. afgangar
Beikon
1 paprika
Nokkrir sveppir
1 lítill hvítlaukur
1/2 lítri rjómi

Aðferð fyrir Kjúklingur með pasta:

Skerið kjúklinginn í bita og steikið hann á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Hreinsið hvítlaukinn og saxið hann smátt. Setjið hann saman við kjúklinginn. Takið svo kjúklinginn af pönnunni. Skerið beikonið í bita og steikið það. Skerið grænmetið og snöggsteikið. Sjóðið pastan í léttsöltu vatni. Blandið kjúkling, beikoni og grænmeti saman í potti og hellið rjómanum í. Látið þetta malla í smá stund. Hellið pastanu í skál og hellið sósunni yfir. Berið fram með hvítlauksbrauði.


þessari uppskrift að Kjúklingur með pasta er bætt við af Sylvíu Rós þann 25.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingur með pasta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingur með pasta