Kjúklingur í potti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3969

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Kjúklingur með miðjarðarhafs ívafi.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur í potti.

1 kjúkingur
1 teskeið salt
1/4 teskeið pipar
3 matskeiðar hveiti
1 matskeið smjör
1 laukur í sneiðum
1 desilítri hvítvín
4 - 6 tómatar, eftir stærð
1 hvítlauksgeiri
12 svartar ólífur
2 matskeiðar söxuð steinselja

Aðferð fyrir Kjúklingur í potti:

Hlutið kjúklinginn í 6-8 bita. Stráið salti og pipar á bitana og veltið þeim upp úr hveiti. Brúnið hlutana í smjöri. Setjið laukinn í pottinn og látið hann verða mjúkan, áður en víninu er hellt yfir. Afhýðið tómatana, skerið þá í báta, komið þeim í pottinn og látið þá sjóða í 10 mínútur við vægan hita. Skerið hvítlauksgeirann í tvennt og skellið honum í pottinn. Látið sjóða í 10 mínútur áður en ólífurnar eru settar í og steinselju stráð yfir. Bragðbætið með salti ef þörf er á.

þessari uppskrift að Kjúklingur í potti er bætt við af Sylvíu Rós þann 16.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingur í potti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingur í potti