Kjúklingur í kókoskarrý


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4752

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingur í kókoskarrý.

500 grömm kjúklingabringur
Salt og pipar
2 matskeiðar olía
2 desilítrar kjúklingkraftur

Kókoskarrýsósa:
4 vorlaukar
1 matskeið olía
1 1/2 teskeið karrý
2 desilítrar kókosmjólk
1 matskeið ferskur engifer, rifinn
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 matskeið lime eða sítrónusafi
1 teskeið sykur
2 matskeiðar sósujafnari
Cirka 1 matskeið kalt vatn
Salt og pipar

Aðferð fyrir Kjúklingur í kókoskarrý:

Brúnið kjúklingarbingurnar í 2 matskeiðum af olíu, í potti. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjúklingakraftinum í pottinn. Látið þetta malla í cirka 20 mínútur. Snúið kjúklingnum við öðru hvoru. Takið kjúklinginn úr pottinum og látið hann standa í 5-10 mínútur, pakkað í álpappír.

Sósan: Skerið vorlaukinn (geymið græna endann). Svitsið hvíta hlutan í 1 matskeið af olíu, í potti. Kryddið með karrý. Bætið smá soði, kókosmjólk, engifer, hvítlauk, limesafa og sykri í. Hrærið sósujafnaran í cirka 1 matskeið af köldu vatni og hrærið því svo í sósuna. Látið suðuna koma upp og smakkið til. Skerið kjúklinginn í sneiðar og leggjið hann á fat. Hellið sósunni yfir og skreytið með græna vorlauknum.


þessari uppskrift að Kjúklingur í kókoskarrý er bætt við af Sylvíu Rós þann 25.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingur í kókoskarrý
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingur í kókoskarrý