Kjúklingasúpa með tortillachips


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 11318

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingasúpa með tortillachips.

600 grömm beinalaust kjúklingakjöt
1 cillipipar
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 þroskað avókadó
2 lúkur tortilluflögur
100 grömm rifinn ostur
1 lítri kjúklingasoð
1 stór tómatur í teningum
¼-1/2 teskeiðar gróft salt
Lúkufylli af fersku kóríander
1 límóna

Aðferð fyrir Kjúklingasúpa með tortillachips:

Grillið eða steikið kjúklingakjötið á pönnu þar til það er steikt í geng. Skerið kjötið í strimla. Fræhreinsið og saxið chilipiparinn smátt og merjið hvítlauk. Saxið laukinn og geymið. Afhýðið avókadóið og takið steininn úr. Skerið í þunnar sneiðar og geymið í skál, geymið steininn ofan í skálinni svo kjötið dökkni ekki. Brjótið tortilluflögurnar gróft niður og rífið ostinn.

Steikið laukinn í olíu þar til hann er glær. Hrærið stöðugt í á meðan. Bætið hvítlauk og chillipipar út í pottinn og hærið vel í. Bætið soði og tómötum út í og saltið. Látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann. Látið malla í 15 mínútur. Bætið kjúklingakjötinu út í. Látið malla þar til kjötið hefur hitnað í geng. Deilið nú um helming af torillaflögunum jafnt í hverja súpuskál og hellið súpu yfir. Skreytið með avókadósneiðum, rifnum osti, kóríander og afgangi af flögunum. Berið fram með límónubátum.


þessari uppskrift að Kjúklingasúpa með tortillachips er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingasúpa með tortillachips
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Súpuuppskriftir  >  Kjúklingasúpa með tortillachips