Kjúklingasúpa með kókosmjólkÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7223 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingasúpa með kókosmjólk. Kjúklingabringur cirka 300 grömm 4 vorlaukar 1 matskeið olía 2 stönglar sítrónugras (má sleppa) 1 hvítlauksgeiri, saxaður 1 matskeið ferskt engifer, rifið 8 desilítrar kjúklingakraftur eða soð 1 dós kókosmjólk (400 grömm) 1 teskeið sambal oelek 2 matskeiðar limesafi 1/2 teskeið rifinn limebörkur 1 teskeið sykur Salt og pipar Aðferð fyrir Kjúklingasúpa með kókosmjólk: Skerið kjúklinginn í ræmur. Skerið vorlaukinn í sneiðar, en geymið græna hlutan til hliðar. Saxið ræturnar á sítrónugrasinu. Svitsið laukinn (hvíta endann) í olíunni, í potti. Hellið hvítlauk, engifer og sítrónugrasi í pottinn og svitsið með í smá stund. Hellið soði, kókosmjólk, sambal oelek, limesafa, berki og sykri í. Látið suðuna koma upp. Setjið kjúklinginn í. Látið þetta malla í cirka 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Skreytið að lokum með grænum vorlauk. þessari uppskrift að Kjúklingasúpa með kókosmjólk er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|