Kjúklingabollur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 5151

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklingabollur.

500 gröm kjúklingahakk
1 bolli haframjöl
2 egg
½-1 desilíter mjólk
1 kúrbítur
2 hvítlauksgeirar
1 stór eða 2 litlar gulrætur
1 laukur
1 púrrlaukur
3 tómatar
1 gul paprikka (eða í örðum lit)
Salt og pipar
Evt. allskonar krydd, bara eftir smekk
Evt. ½ glas fetaostur eða 1/2 poki ostur og 15 ólívur. Bragðast vel en þá eru bollurnar ekki lengur fitusnauðar. Það er einnig hægt að nota annað grænmeti en það ofantalda.



Aðferð fyrir Kjúklingabollur:

Hitið ofninn að 175 gráðum. Setjið bökunarpappír á ofnplötuna. Blandið kjúklingahakki, haframjöli, mjólk og eggjum í skál og hrærið vel saman. Skolið grænmetið. Rífið kúrbítinn, gulræturnar og laukinn með rifjárni og skerið tómatana og hvítlaukinn í litla bita. Bætið grænmetinu í skálina og hrærið vel. Kryddið með salti, pipar og kryddi eftir eigin vali. Bætið osti og olívum í ef þess er óskað. Rúllið kúlur og farsinu og leggið á bökunarplötuna, bakið í ofninum í cirka 30-45 mínútur þar til bollurnar eru gullinbrúnar.

Berið fram með brauði og salati, evt. salati með ananas og eplum.


þessari uppskrift að Kjúklingabollur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kjúklingabollur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kjúklingabollur