Kjúklinga wokÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 6372 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklinga wok. 1,5 kíló kjúklingavængir 2 matskeiðar hnetuolía 2 marðir hvítlauksgeirar (eða 1 teskeið af mauki) 1 matskeið marinn engifer 1 maískólfur, skorinn í bita skorinn í bita ( jafnvel betra að hafa baby corn maís) 2 gulrætur saxaðar 1 púrrulaukur saxaður 1 paprika söxuð ¼ bolli oyster sauce 2 matskeiðar hoisin sauce 2 matskeiðar plum sauce Kóriender til skrauts Aðferð fyrir Kjúklinga wok: Vængirnir eru teknir í sundur, í þrjá hluta og fremsta hlutanum hent. Afgangurinn er settur í pott og soðinn í gegn. Þegar því er lokið eru vængirnir teknir upp úr og vatnið látið renna af þeim. Hnetuolían (1 matskeið) er hituð á wokpönnu og kjúklingurinn, hvítlaukurinn og engiferinn steiktur upp úr henni. Jafnvel gert í hollum. Þetta er svo tekið til hliðar. Þá er afganginum af olíunni hellt á pönnuna, maísnum, gulrótunum, púrrunni og paprikunni hellt út á og steikt í smá stund. Þá er vængjunum blandað saman við grænmetið á pönnunni og útí þetta allt saman eru sósurnar þrjár settar og látnar sjóða aðeins. Á einu augabragði er þessi ljúffengi réttur tilbúinn. þessari uppskrift að Kjúklinga wok er bætt við af Sylvíu Rós þann 31.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|