Kínversk súpaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3994 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kínversk súpa. 100 gröm fínar núðlur (Soeoen) 150 gröm kínakál 6 stórir sveppir 225 gröm beikonbitar 1 líter kjúklingakraftur 1 teskeið salt 1 matskeið sojasósa (Ketjap Manis) 1 1/2 matskeið vínedikk 2 Skarlottulaukar eða vorlaukar 2 matskeiðar olía 1 1/2 teskeið sesamolia Pipar og Conimex duft Aðferð fyrir Kínversk súpa: Hitið olíuna á stórri pönnu eða á Wok pönnu. Steikjið kálið sveppina og beikonið. Hellið kjúklingakraftinum á og látið suðu koma upp, látið þetta malla í 5 mínútur. Bætið núðlunum og sojasósunni í. Látið suðuna koma upp aftur og látið þetta malla í 20 mínútur. Bætið þvínæst edikki, lauk og olíu við og látið malla í 2ö3 mínútur í viðbót. Kryddið að lokum eftir smekk. Berið fram rjúkandi heitt. þessari uppskrift að Kínversk súpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|