Kartöflurúlla


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3491

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kartöflurúlla.

2 kíló kartöflur
2 egg
1 pakki kryddaður smurostur (etv. með papriku)
1,5 teskeið paprikuduft
2 rauðar paprikkur
2 rifnar gulrætur
Kryddjurtir eftir smekk
Salt og pipar
Oregnao
Rifinn ostur


Aðferð fyrir Kartöflurúlla:

Rífið 700 grömm af kartöflum, blandið þeim saman við eggin og kryddið með salti og pipar. Smyrjið blöndunni í þunnt lag á 2 plötur og bakið við 200 gráður í 15-20 mínútur. Látið kólna.

Skrælið afgangin af kartöflunum, skerið þær í teninga og sjóðið. Stappið þær saman við sumostinn, gulræturna og kryddjurtirna. Smakkið þetta til með salti, pipar og paprikudufti. Smyrjið blöndunni á kalda kartöflubotnana (3-4 cm þykkt). Rúllið upp eins og rúllutertu og geymið í kæli í nokkra tíma. Skerið 3 cm skífur af rúllunni. Leggjið þær á bökunarpappír, kryddið með oregano og rifnum ost og bakið í 10 mínútur, við 200 gráður.


þessari uppskrift að Kartöflurúlla er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.02.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kartöflurúlla
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kartöfluuppskriftir  >  Kartöflurúlla