karamellubombaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5116 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að karamellubomba. Botnar: 5 egg 4 desilítrar sykur 4 desilítrar mulið kornfleks 3 desilítrar möndlur, muldar 250 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum), brytjað 1 1/2 teskeið lyftiduft Karamellukrem: 2 1/2 desilítrar rjómi 1 1/2 desilítri sykur 3 matskeiðar síróp 2 matskeiðar smjör 1 teskeiðar vanilludropar 4 desilítrar rjómi Aðferð fyrir karamellubomba: Botnar: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Bakið í þremur meðalstórum formum við 175-200 gráður, í 20-30 mínútur. Karamellukrem: Setjið rjómann, sykurinn og sírópið í pott og sjóðið þar til blandan þykknar (20-30 mínútur), hrærið í öðru hvoru. Hrærið smjörinu og vanilludropunum saman við. Kælið, t.d við að setja pottinn í kalt vatn. Setjið botnana saman með þeyttum rjóma og hluta af karamellukreminu á milli, hellið svo afganginum af karamellukreminu ofan á kökuna. þessari uppskrift að karamellubomba er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 28.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|