Karamellu uppskrift


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 30538

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Karamellu uppskrift.

1 matskeið smjör eða smjörlíki
2 desilítrar rjómi.
2 desilítrar sykur.
1 desilítri ljóst síróp.
1 teskeið vanillusykur.
1 teskeið matarolía til að smyrja formið.

Aðferð fyrir Karamellu uppskrift:

Bræðið smjörið í potti. Setjið rjómann, sykurinn og sírópið saman við. Sjóðið við vægan hita þar til karamellan er farinn að þykkna vel. Hrærið vanillusykurinn saman við. Látið nokkra dropa af karamellu leka í könnu með köldu vatni til þess að athuga hvort karamellan sé tilbúin. Ef þú getur búið til litlar kúlur úr köldum karamelludropunum er hún mátulega soðin. Smyrjið lítið form með matarolíu eða notið bökunarpappír. Hellið karamellunni í formið eða á bökunarpappírinn. Farið varlega! Karamellan er mjög heit og getur brennt illa. Klippið karamelluna í hæfilega bita þegar hún er orðin köld og vefjið bitana í plast.

þessari uppskrift að Karamellu uppskrift er bætt við af Fjóla Lind þann 30.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Karamellu uppskrift
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Karamellu uppskrift