Kahlua-kaka


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2811

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kahlua-kaka.

Botn:
3/4 bollar kakó
1 bolli sjóðandi vatn
1/4 bolli Kahlua líkjör
1 2/3 bollar hveiti
1 teskeið natron
1/2 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið salt
3/4 bollar smjör
1 1/2 bolli sykur
3 stór egg

Krem:
150 grömm súkkulaði
1/2 bolli smjör
1 teskeið kaffiduft leyst upp í 1/4 bolla Kahlua líkjöri
Rifsberjasulta til að smyrja á milli botnana

Aðferð fyrir Kahlua-kaka:

Kakan:
Blandið kakói og sjóðandi vatni saman, kælið. Bætið svo Kahlua líkjöri út í. Þeytið sykur og smjör saman og bætið eggjunum í. Blandið þurrefnunum saman. Blandið til skiftis, þurrefnunum og kakóblöndunni í smjörhræruna. Bakið í 2 meðalstórum tertuformum, við 180-200 gráður þar til kökurnar fara að losna frá börmum formana.

Kremið:
Súkkulaðið brætt, smjörið sett út í og þeytt í. Leysið kaffiduftið upp í líkjöri og bætið því svo út í.

Smyrjið rifsberjasultu á milli botnana og 1/4 af kreminu. Restinni af kreminu er smurt yfir kökuna. Ef botnarnir eru þurrir má væta í þeim með líkjöri.


þessari uppskrift að Kahlua-kaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 12.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kahlua-kaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Kahlua-kaka