Kalkúnalæri


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7772

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kalkúnalæri.

1 kalkúnalæri cirka 600 grömm
1 matskeið saxað rósmarín
1 matskeið sítrónusafi
Salt og pipar
1 matskeið olía
2 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur
2 desilítrar trönuber (etv. frosin)
2 teskeiðar sykur

Aðferð fyrir Kalkúnalæri:

Setjið kalkúnalærið í ofnskúffu. Kryddið með salti, pipar, rósmaríni og sítrónusafa. Hellið olíu yfir. Brúnið kjötið í 15 mínútur, við 225 gráður. Hellið soðinu, trönuberjunum og sykrinum í ofnskúffuna og eldið áfram í cirka 70 mínútur, við 160 gráður. Pakkið kjötinu í álpappír og látið það bíða í cirka 15 mínútur áður en það er skorið.



þessari uppskrift að Kalkúnalæri er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Kalkúnalæri
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Kalkúnalæri