Kálfakjöt með sveppumÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5876 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kálfakjöt með sveppum. 125 gröm ferskir sveppir 1 laukur 20 gröm smjör Salt og pipar Sítrónugras 1 teskeið sítrónusaft 4 sneiðar kálfakjöt cirka 100 gröm hver 30 gröm smjör 1/2 desilíter hvítvín 2 desilítrar kjötkraftur 1 teskeið jafnari eða hveiti Aðferð fyrir Kálfakjöt með sveppum: Hreinsið sveppina og kseirð þá í sneiðar. Skerið laukinn smátt. Léttsteikið laukinn og sveppina í potti með smá smjöri. Smakkið til með salti og pipar, sítrónugarasi og sítrónusafti. Hamrið kjötið léttilega. Smyrjið sveppafyllingunni á kjötið og rúllið því upp, festið endana með kjötnál. Brúnið kálfarúllurnar á pönnu og setjið í eldfast mót. Hellið kjötkrafti og hvítvíni á pönnuna. Jafnið hvítvínssósuna með smá hveiti eða jafnara. Smakkið til og hellið yfir kálfarúllurnar. Hitið ofninn á 220 gráðum og eldið rúllurnar í 15 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum eða liltum kartöflum. þessari uppskrift að Kálfakjöt með sveppum er bætt við af Sylvíu Rós þann 20.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|