Ítalskur kjúklingur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 17326

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ítalskur kjúklingur.

200 grömm spínat
60 grömm hvítlaukssmjör
50 grömm smjör
½ desilítri rjómi
7 stórar kartöflur, soðnar
4 kjúklingabringur
1 sítróna
1 búnt basil
4 sneiðar parmaskinka
Salt og pipar

Aðferð fyrir Ítalskur kjúklingur:

Fyllið kjúklingabringurnar með hvítlaukssmjörinu og parmaskinkunni. Brúnið þær á pönnu í cirka 1 mínútu á hvorri hlið, og bakið síðan í ofni, í 10 mínútur, við 180 gráður.
Steikið spínatið á pönnu með smá smjöri, salti og pipar. Búið til kartöflustöppu úr soðnu kartöflunum, smjöri, rjóma, salti, pipar og basil. Gott er að kreista sítrónu yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram.


þessari uppskrift að Ítalskur kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ítalskur kjúklingur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ítalskar uppskriftir  >  Ítalskur kjúklingur