Ítalskt brauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6709 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ítalskt brauð. 2 teskeiðar þurrger 1,5 desilítri mjólk 1,5 desilítri vatn 15 grömm sykur 1 matskeið ólífuolía 1 teskeið gróft salt 1 teskeið rósmarín 500 grömm hveiti 1 búnt ferskt rósmarín og sesamfræ Aðferð fyrir Ítalskt brauð: Hitið mjólk og vatn í örbylgjunni og bætið gernum út í. Blandið olíu, sykri og salti og fínmöluðu rósmaríni saman við og síðan hveiti. Hnoðið þar til deigið er vel samfellt og gljáandi. Fletjið það út á smurða plötu og látið það lyfta sér í u.þ.b 30-40 mínútur, eða þar til það hefur tvöfaldast. Ýtið ofan á með vísifingi á við og dreif og penslið með blöndu af eggi og mjólk. Stráið fersku rósmaríni þétt yfir og sesamfræi. Dreifið vel af grófu salti yfir. Bakið við 210 gráður í miðjum ofni, í 15-20 mínútur. Penslið með ólífuolíu áður en borið er fram. þessari uppskrift að Ítalskt brauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|