ÍsformÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3825 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ísform. 100 grömm smjör, brætt 1 desilítri sykur 1 desilítri vatn 2 desilítrar hveiti Aðferð fyrir Ísform: Setjið sykurinn út í brætt smjörið og hrærið í þar til hann er bráðnaður. Bætið vatni og hveiti í. Teiknið botna á bökunarpappír, stærð eftir eigin óskum. Smyrjið deginu á fletina (smyrjið á allan flötinn, þar sem degið rennur ekki út). Bakið við 175 gráður í 6 mínútur eða þar til kökurnar verða fallega brúnar í kantinn. Takið kökurnar af plötunni á meðan þær eru heitar og leggið þær yfir glas eða skál, allt eftir hvað þið viljið hafa þær stórar. Bakið ekki margar kökur í einu. Kælið, setjið í plastpoka og geymið í kæli eða í frysti. Fyllið kökurnar með blöndu af ferskum ávöxtum eða niðursoðnum, ís og / eða þeyttum rjóma. þessari uppskrift að Ísform er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|