Innbakað grænmeti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5816

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Innbakað grænmeti.

Pizzudeig í einn botn
300-400 grömm blandað frosið grænmeti
1/2 bolli ricottaostur
100 grömm mozzarellaostur, rifinn
1/4 bolli ferskur rifinn parmesan - eða grannaostur
1 teskeið ítalskt krydd
1 egg, sundurslegið

Aðferð fyrir Innbakað grænmeti:

Hitið ofninn í 200 gráður. Látið leka vel af grænmetinu og þerrið það lauslega. Blandið saman í skál; grænmeti, osti og kryddi. Skiptið deiginu í fernt og fletjið út í hringlaga köku. Setjið 1/4 af fyllingunni í helming hverrar köku, en ekki alveg út á brúnir. Penslið brúnirnar með vatni og leggið helminginn af deiginu yfir fyllinguna. Þrýstið brúnunum saman með gaffli. Skerið raufar í deigið að ofanverðu. Penslið deigið með eggi. Raðið á plötu klædda bökunarpappír. Bakið í 12-14 mínútur eða þar til að fallegur litur er kominn á deigið.

þessari uppskrift að Innbakað grænmeti er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 13.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Innbakað grænmeti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Grænmetisætur  >  Innbakað grænmeti