Indverskur naanborgari


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5316

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Indverskur naanborgari.

500 grömm nautahakk
1 matskeið karrý
Salt og pipar
1 kúrbítur
Blandað salat
4 stór naanbrauð eða 8 lítil
4 matskeiðar mango chutney

Sósa:
1 afhýdd gúrka
Salt
200 grömm grísk jógúrt
¼ desilítri söxuð mynta
Salt og pipar


Aðferð fyrir Indverskur naanborgari:

Kryddið kjötið með karrý og mótið 4 hamborgara úr því.
Búið til sósu: Skerið gúrkuna í þunna strimla. Stráið salti yfir og látið það bíða í cirka 15 mínútur. Þerrið gúrkustafina og hrærið þeim saman við jógúrt, saxaða myntu, salt og pipar.
Grillið eða steikið kjötið í cirka 3 mínútur, á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar. Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, langsum. Grill sneiðarnar á báðum hliðum. Hitið brauðið. Setjið kjöt, salat, kúrbít, mango chutney og sósu á brauðið og leggjið annað brauð yfir. Berið fram með kartöflubátum krydduðum með karrý.


þessari uppskrift að Indverskur naanborgari er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Indverskur naanborgari
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Indverskar uppskriftir  >  Indverskur naanborgari