Humarsúpa - Uppskrift að humarsúpu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 17854

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að humarsúpu:

500 grömm smáhumar eða skelbrotshumar með skel
2 stórar gulrætur
1 rauð paprikka
1 laukur
4-6 fiskiteningar
1,5-2 lítar af matreiðslurjóma (má nota venjulegan rjóma)
2 matskeiðar olía (rasp olía)
1 hvítlauksgeiri
Ljóst maizenamjöl eftir þörfum (gæti alveg farið upp í hálfan pakka)

Aðferð:

Takið utanaf humri og steikið upp úr olíu og hvítlauksgeira.
Takið síðan gulrætur, lauk og paprikku (skerið allt í tvennt) og setjið í stóran pott og fyllið hann nánast að vatni. Sjóðið í 12-18 klukkustundir.
Síðan er allt sigtað vel frá soðinu og soðið sett í sér pott. Teningar settir út í og maizenamjöl sett í til að þykkja súpuna, eftir smekk og síðan er rjómi settur útí og þetta látið malla í klukkutíma við mjög vægan hita (annars kemur bragð af mjölinu). Humarinn er ekki settur út í fyrr en tíu mínútum áður en bera á súpuna fram. Það er rosalega gott að hafa hvítlauksbrauð með. Þessi súpa á að vera nokkuð þykk og alveg svakalega bragðgóð.

Humarsúpa - Uppskrift að humarsúpu er bætt við af Helga Magnúsdóttir þann 21.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Humarsúpa - Uppskrift að humarsúpu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Humaruppskriftir  >  Humarsúpa - Uppskrift að humarsúpu