Humaréttur sælkerans


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4527

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humaréttur sælkerans.

1 stór rauð paprika
2 meðalstórir laukar
300 grömm ferskir sveppir, skornir frekar gróft
60 grömm Ljóma smjörlíki
Hvítur pipar
2-3 teskeiðar indverskt karrý (eftir smekk)
1/2 líter rjómi
400 grömm hreinn rjómaostur
1 kíló humar



Aðferð fyrir Humaréttur sælkerans:

Smjörlíkið brætt á pönnu. Lauk, paprikku og sveppum skellt á pönnuna, steikt við góðum hita í cirka 2 mínútur. Rjómanum hellt varlega yfir og rjómaosturinn látinn bráðna með. Kryddið með indversku karrý, salti og pipar eftir smekk. Því næst er humarinn látinn út í og látinn krauma í u.þ.b. 5 mínútur. Gott er bera fram hrísgrjón, hvítlauksbrauð eða smábrauð með þessum frábæra humarrétti.

þessari uppskrift að Humaréttur sælkerans er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 26.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Humaréttur sælkerans
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Humaruppskriftir  >  Humaréttur sælkerans