Humar súpaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 8034 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humar súpa. 1 kíló humar með skel (hörpuskelfiskur, steinbítur eða blandaðir sjávarréttir) 1 líter vatn 2 laukar 2 rif hvítlaukur 2-3 gulrætur 1 stór kjúklingateningur 1 lítil dós Hunt´s tómatar með basílikum, hvítlauk og oregano Smjörbolla (cirka 90 grömm smjör og 100 grömm hveiti) 1/4 líter rjómi 1/4 líter matreiðslurjómi Dass af koníaki eða sherrý Sítrónusafi, sítrónupipar og salt eftir þörfum Evt. hvítvín Aðferð fyrir Humar súpa: Humarinn hreinsaður úr skelinni. Skeljarnar, vatnið, evt. smá hvítvín, laukar, gulrætur, teningur og tómatar soðið í 2 klukkustundir. Á meðan er humarinn snyrtur, skorinn í 2-3 bita, kryddaður með sítrónusafa og sítrónupipar og látinn í skál í ískáp á meðan hitt sýður. Soðið er síað, bakað upp með smjörbollunni og þynnt með rjómanum. Súpan er bragðbætt með salti og með koníaki. Humarinn er settur í súpuna rétt áður en hún er borin fram með góðu snittubrauði. þessari uppskrift að Humar súpa er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 04.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|