Humar í gráðostasósu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5027

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humar í gráðostasósu.

1 kíló humar
1 rauð paprika
1 bakki sveppir
1 laukur
1-2 rif hvítlaukur
Sítrónupipar
1 grænmetiskraftur
Salt
Sojasósa
Gráðostur
Matreiðslurjómi
Sósulitur
Smjöríki til steikingar

Aðferð fyrir Humar í gráðostasósu:

Skelflettið humarinn hráan og leggjið í sojasósu á meðan annað er fundið til. Paprika skorin í strimla, laukur grófskorinn, hvítlauksrifin klofin og tekin úr þeim miðjan og svo eru þau maukuð og sveppirnir sneiddir. Hitið smjörlíki á pönnu, laukur, hvítlaukur og paprika sett á pönnuna og látið mýkjast, þá sveppir. Humarinn tekinn úr sojasóunni og settur út í. Kryddað eftir smekk, rjómi, teningur og gráðostur settur á pönnuna ástam sósulit og látið malla við lítinn hita, í cirka 15 mínútur. Berið fram með ristuðu brauði og fersku salati.


þessari uppskrift að Humar í gráðostasósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Humar í gráðostasósu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Humaruppskriftir  >  Humar í gráðostasósu