Hrísgrjónakjúklingur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4875

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hrísgrjónakjúklingur.

1 kíló kjúklingabitar
Salt
Pipar
2 matskeiðar olía
2 laukar, saxaði fremur smátt
2-3 hvítlauksgeirar
1 chilialdin, fræhreinsað og saxað
1 matskeið rifin engiferrót
1 dós tómatar, saxaðir
700 ml sjóðandi vatn, eða eftir þörfum
1 matskeið kjúklingakraftur
300 grömm hrísgrjón
2-3 paprikur í mismunandi litum
Væn lúka af spínati
e.t.v. Cayenne pipar

Aðferð fyrir Hrísgrjónakjúklingur:

Kryddaðu kjúklinginn með pipar og salti. Hitaðu olíuna í þykkbotna potti með loki og brúnaðu kjúklinginn vel á öllum hliðum. Taktu hann svo upp og settu á disk. Lækkaðu hitann og láttu laukinn krauma í olíunni í 5-8 mínútur án þess að brúna hann. Settu á meðan hvítlauk, chili, engifer og tómata í matvinnsluvél og láttu hana ganga þar til allt er orðið að mauki. Helltu tómatmaukinu í pottinn. Hrærðu sjóðandi vatni og kjúklingakrafti saman við. Settu kjúklinginn út í, hitaðu að suðu og láttu malla í um 10 míntútur. Hrærðu þá hrísgrjónunum saman við og settu lok á pottinn. Láttu malla við mjög hægan hita í 10 mínútur. Skerðu paprikurnar og skerðu þær í ræmur. Settu þær í pottinn og láttu þetta malla áfram í um 10 mínútur, eða þar til hrísgrjónin eru soðin. Settu spínatið úr í og láttu það malla í 1-2 mínútur. Smakkaðu til og berðu fram með brauði.


þessari uppskrift að Hrísgrjónakjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 01.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hrísgrjónakjúklingur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Hrísgrjónakjúklingur