Hringlótt brauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4188 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hringlótt brauð. 5 desilítrar hveiti eða spelt 1 matskeið lyftiduft 1 teskeið salt 1 matskeið sykur ½ desilítri fljótandi becel 1 ½ desilítri súrumjólk 12 sólþurrkaðir tómatar í olíu, skornir niður 1-2 matskeiðar oregano eða tímían Aðferð fyrir Hringlótt brauð: Blandið hveiti, lyftidufti, salti og sykri saman í skál og bætið becel við. Setjið sólþurrkaða tómata og oregano eða tímian saman við. Hellið súrumjólkinni í og hnoðið allt saman. Mótið deigið í kringlótt brauð og leggjið á plötu, með bökunarpapír. Bakið í cirka 30 mínútur, við 200 gráður. Bankið létt neðan á brauðið, ef það hljómar holt að innan er það tilbúið. þessari uppskrift að Hringlótt brauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|