HornÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2995 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Horn . ½ teskeið salt 1 bolli hveiti 100 grömm smjör, kalt 125 grömm hreinn rjómaostur 1 eggjarauða 1 matskeið mjólk Fylling: ½ bolli sykur 2 ½ matskeið kanill ¼ bolli rúsínur ½ bolli valhnetur, saxaðar Aðferð fyrir Horn : Sigtið hveiti og salt. Hnoðið saman hveiti, salti, smjöri og rjómaosti. Geymið í kæli í eina klukkustund. Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllum fyllingarefnunum saman. Fletjið deigið út í tvær kringlóttar kökur, ca 20 cm í þvermál. Hrærið saman mjólk og eggjarauðu og penslið á deigið. Skerið út þríhyrninga og jafnið fyllingunni yfir og rúllið upp. Setjið á plötu með bökunarpappír og pensið með eggi. Bakið í 20-30 mínútur. þessari uppskrift að Horn er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|