Homeblest dúndurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2823 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Homeblest dúndur. 1 pakki homeblest 1 desilítri salthnetur (má sleppa) 1 1/2 peli rjómi 1 askja bláber 1 askja jarðaber 1/2 plata hvítt súkkulaði (Hægt er að setja fleiri ávexti, eða nota annað súkkulaði) Aðferð fyrir Homeblest dúndur: Brytjið kexið í eldfastmót og saxið salthnetur útí. Þeytið rjóman og smyrjið hann á kexið og hneturnar. Skolið bláber og jarðaber og hreinsið. Skerið jarðaberin í helminga og stráið þeim yfir rjóman. Stráið líka bláberjunum yfir. Bræðið hvítt súkkulaði og setjið yfir og geymið í kæli í smá stund. þessari uppskrift að Homeblest dúndur er bætt við af Þorgerður Þórhallsdóttir þann 11.07.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|