Hnetukaka með súkkulaði


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2744

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hnetukaka með súkkulaði.

1/4 bolli sykur
2 1/2 matskeiðar hveiti
2 matskeiðar smjör, kalt
1 1/4 bolli sýrður rjómi
2 bollar hveiti
2 1/2 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið salt
1 bolli sykur
100 grömm smjör
2 egg
1 matskeið Kahlúa líkjör
2 teskeiðar vanilludropar
1 bolli saxað súkkulaði
3/4 bollar saxaðar hnetur eða möndlur

Krem:
75 grömm suðusúkkulaði
1/2 matskeið plöntufeiti
1 matskeið Kahlúa líkjör


Aðferð fyrir Hnetukaka með súkkulaði:

Hitið ofninn í 175 gráður. Penslið 26 cm form með smjöri. Setjið sykur, hveiti og smjör í blandara í 1 mínútur og geymið til hliðar. Hrærið saman 1 teskeið af lyftidufti og sýrðum rjóma og geymið. Blandið saman hveiti, 1,5 tekseið af lyftidufti og salti.
Hrærið smjör og sykur saman þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum í einu í senn og hrærið vel á milli. Bætið sýrða rjómanum og lyftiduftinu út í, þá líkjöri og vanilludropum og að lokum hveitinu, súkkulaðibitunum, og hnetunum.
Hrærið þetta varlega saman. Setjið degið í formið og jafnið smjörblöndunni úr blandaranum yfir. Bakið í 40-50 mínútur.

Bræðið súkkulaði og plöntufeiti yfir vatnsbaði og hrærið vel saman. Látið kólna smástund og setjið síðan Kalhúa líkjörinn út í. Hellið þessu yfir kökuna og berið hana fram volga með þeyttum rjóma og/eða ís.

þessari uppskrift að Hnetukaka með súkkulaði er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 21.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hnetukaka með súkkulaði
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Hnetukaka með súkkulaði