Hindberja ostaterta


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7934

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hindberja ostaterta.

Botn:
½ pakki hafrakex
½ teskeið kanill
100 grömm smjör

Fylling:
400 grömm rjómaostur
200 grömm flórsykur
12 matarlímsblöð
3 desilítrar maukuð hindber
½ lítri þeyttur rjómi

Hindberjagljái:
100 grömm hindberjasulta
½ desilítri vatn
Jarðarber eða hindber


Aðferð fyrir Hindberja ostaterta:

Myljið kexið og blandið kanil og smjöri saman við. Leggið smjörpappír í botninn á 28 cm springformi og þjappið kexblöndunnií botninn.

Fylling:
Maukið hindberin í matvinnsluvél. Hrærið rjómaostinn mjúkan og bætið flórsykri út í og blandið vel saman. Blandið síðan 2 desilítrum af hindberjamaukinu saman við. Leysið upp matarlímið í 1 desilítra af hindberjamauki. Hellið matarlímsblöndunni útí rjómaostinn og hrærið vel. Blandið þeytta rjómanum varlega út í með písk. Hellið hrærunni í formið og sléttið. Kælið.

Hindberjagljái:
Blandið hinbberjasultunni saman við vatnið og hrærið vel. Takið kökuna úr kæli og hyljið toppinn með jarðarberjum eða hindberjum. Hellið síðan gljáanum þar yfir.


þessari uppskrift að Hindberja ostaterta er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Hindberja ostaterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Hindberja ostaterta