Heslihnetuterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2725

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Heslihnetuterta.

Botnar:
200 grömm heslihnetur
200 grömm sykur
1 teskeið kartöflumjöl
4 eggjahvítur
150 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)

Fylling:
1/2 lítri rjómi
100 grömm hindber, fersk eða frosin
2 matskeiðar flórsykur
4 matskeiðar berjalíkjör eða hindberjasafi


Aðferð fyrir Heslihnetuterta:

Botnar aðferð.
Ristið hneturnar á vel heitri pönnu, hreinsið af þeim skurnina og malið henturnar í matvinnsluvél ásamt 100 grömmum af sykri. Bætið kartöflumjölinu í. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið 100 grömmum af sykri út í og þeytið mjög vel. Blandið hnetunum saman við þeyttu eggjahvíturnar. Takið þrjár arkir af bökunarpappír og teiknið hring á hverja þeirra eftir 24 cm kökuformi. Skiptið deginu jafnt á hringina og bakið hvern botn við 190 gráður í um það bil 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir fallega litir. Kælið botnana, rífið pappírinn varlega af og smyrjið neðri hliðin á hverjum botni með 50 grömmum af bræddu Síríus suðusúkkulaði.

Fylling:
Stappið fersku/frosnu hindberin saman við sykurinn og hrærið saftinu/líkjörinu útí. Þeytið rjómann og bætið berjablöndunni út í hann. Takið um það bil einn bolla frá til skreytingar. Setjið einn kökubotn á fat með súkkulaðihliðina upp. Helmingurinn af rjómafyllingunni er settur á botinn og botn nr 2. lagður yfir. Þá er hinum helmingnum af blöndunni smurt á botninn og 3. botninn er lagður ofaná. Skreytið efsta botninn með því sem tekið var frá af fyllingunni og ferskum hindberjum.


þessari uppskrift að Heslihnetuterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Heslihnetuterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Heslihnetuterta