Heitt brauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7452 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Heitt brauð. 250 grömm sveppaostur, bræddur í potti Skinka eftir smekk (cirka 1 bréf) 1-1,5 dós aspas (geymið soðið) 1 dós sveppir 1/2 dós ananas 1 formbrauð Rifinn ostur eða ostur í sneiðum Aðferð fyrir Heitt brauð: Öllu hráefninu er hrært út í bráðinn ostinn. Skorpan er skorin af brauðinu og það skorið í tenginga. Brauðinu er raðað í eldfast mót og aspassoðinu er hellt yfir. Ostasósunni er svo hellt yfir og rifinn ostur eða ostur í sneiðum er stráð /lagður yfir. Bakað í ofni þar til osturinn er bráðnaður. þessari uppskrift að Heitt brauð er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 02.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|