Pizza – Heimabökuð pizza


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 14962

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Ljúffeng pizza með skinku, grænni paprikku og mozzarellaosti.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að heimabökuð pizza:

25 gröm ger
1 ½ desilíter volgt vatn
1 matskeið olía
½ teskeið salt
200 gröm hveiti

Tómatsósa:
1 desilíter hakkaðir tómatar
1 desilíter tómatmauk
1 hvítlkauksgeiri
1 meðalstór laukur
2 teskeiðar oregano
1 teskeið basilikum
1 teskeið paprikka
½ teskeið salt
Nýmalaður pipar

Fylling:
150 gröm rifinn mozzarellaostur
200 gröm skinkubitar
1 græn paprikka, niðurskorin

Aðferð:

Blandið gernum í volgt vatn. Bætið olíunni, salti og hveiti í. Hnoðið deigið og leggið rakan klút yfir. Látið deigið lyfta sér í 40 mínútur. Hrærið saman fláðum tómötunum, tómatmaukinu og kryddinu/kryddjurtunum. Skerið laukinn í bita og bætið í. Skerið paprikkuna og skinkuna í bita. Leggjið deigið á hveiti stráð borð og hnoðið, fletjið degið út. Leggjið deigið á plötu með bökunarpappír. Smyrjið með tómatsósunni og bætið því næst skinku og paprikku ofan á og stráið ost yfir. Bakið í ofni í cirka 25 mínútur við 200 gráður.

Pizza – Heimabökuð pizza er bætt við af Sylvíu Rós þann 07.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Pizza – Heimabökuð pizza
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ítalskar uppskriftir  >  Pizzu uppskriftir  >  Pizza – Heimabökuð pizza