HálfmánarÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6194 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Hálfmánar. 500 grömm hveiti 200 grömm smjörlíki 200 grömm sykur 50 grömm egg 150 grömm mjólk 1/2 teskeið hjartasalt 1 teskeið lyftiduft 1/2 teskeið kardimommur Aðferð fyrir Hálfmánar: Þurrefnunum blandað saman. Vætið í með eggi, mjólk og dropum. Smjörlíkið mulið saman við og hnoðað vel. Degið rúllað þunnt út á hveitistráðu borði. Kringlóttar kökur skornar út með glasi eða móti. Sulta að eigin vali sett á hverja köku, hún brotin saman og þrýst á brúnirnar með gaffli. Gæta þarf þess að setja ekki of mikið af sultu á kökurna þá hættir þeim við að springa. þessari uppskrift að Hálfmánar er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|