Grilluð svínasteik - WebergrillÁrstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4813 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grilluð svínasteik - Webergrill. 1 svínasteik Gróft salt Rósmarín Aðferð fyrir Grilluð svínasteik - Webergrill: Nuddið svínasteikina með salti og rósmaríni. Hellið smá vatni í álbakka sem þú setur undir ristina á grillinu. Leggið steikina á grillristina og látið hana halla pínu upp á endan, (setjið ef til vill álpappír undir annan endan). Steikin á að grillast í hálf tíma fyrir hvert hálft kíló. Þ.e steik sem er 1 ½ kíló þarf 1 ½ tíma á grillinu. Hallið lokinu á grillinu aftur síðustu 20-25 mínúturnar þá verður steikin stökk. Hægt er að nota saftið úr bakkanum í sósu. Berið fram með til dæmis kartöflusalati og broccolisalati. þessari uppskrift að Grilluð svínasteik - Webergrill er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|