GrillspjótÁrstíð: Sumar - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5558 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grillspjót. 1 svínalund 1 pakki pylsubitar (eða niðurskornar pylsur) 1 pakki beikon í sneiðum 8 sveppir 1 paprikka 8 cherry tómatar 2 stórir laukar Aðferð fyrir Grillspjót: Þerrið svínalundina og skerið í 8 sneiðar og klæðið með beikoni. Hreinsið sveppina. Hreinsið laukinn og skerið í báta. Skolið paprikkuna og skerið í 8 bita. Rúllið hálfri beikonsneið um hvern pylsubita. Raðið 2 kjötbitum, 2 laukbátum, 2 tómötum, 2 sveppum, 2 paprikkubitum og 4 pylsubitum á hvert spjót, í fallega röð. Kryddið með pipar og paprikkudufti. Smyrjið ristina og grillið. þessari uppskrift að Grillspjót er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|