Grill-brauð


Árstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6562

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grill-brauð.

3 desilítrar ylvolgt vatn
½ teskeið hunang
1 matskeið ger
Hveiti eftir þörfum, helst brauðhveiti
1 teskeið salt
1 matskeið ólífuolía


Aðferð fyrir Grill-brauð:

Setjið vatn, ger og hunang í skál. Þegar gerið freyðir er hveiti hrært saman við smátt og smátt ásamt salti og ólífuolíu. Haldið áfram að bæta við hveiti þar til deigið er vel hnoðunarhæft en þó lint. Hnoðið það vel, mótið það í kúlu og látið það lyfta sér í 1-1 1/2 klukkustund, eða þar til það hefur tvöfaldast. Þá er það slegið niður, mótað í kúlu og látið bíða í um 10 mínútur. Þá er því skipt í 10-12 búta og hver bútur flattur út í þunnt, aflangt brauð. Raðað á heitt grillið, lokað og bakað í nokkrar mínútur á hvorri hlið, eða þar til brauðið hefur blásið vel út og tekið góðan lit.


þessari uppskrift að Grill-brauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Grill-brauð
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brauðuppskriftir  >  Grill-brauð