GraskersbrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3709 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Graskersbrauð. 2 stór egg 300-350 grömm ljós púðursykur eða hrásykur 1 desilíter grænmetisolía eða önnur bragðlítil olía t.d. Wesson 2 teskeið matarsódi 1 1/2 teskeið kanill 1/2 teskeið salt 1/2 teskeið negull 480 grömm grasker (maukað úr dós) 200 grömm döðlur, klipptar í 3-4 bita 100 grömm valhnetur, gróft saxaðar Aðferð fyrir Graskersbrauð: Hitið ofninn í 175 gráður. Þeytið saman egg, sykur og olíu. Sigtið þurrefni saman í skál og bætið síðan út í eggjaþeytinginn. Setjið maukað grasker þá saman við og blandið döðlum og valhnetum út í með sleikju. Setjið degið í smjörpappírsklætt jólakökuform um það bil 25x12 cm. Bakið í 80-90 mínútur, bökunartími fer þó ávalt eftir ofninum. Brauðið er tilbúið þegar það losnar frá börmum og prjónn sem stunginn er það kemur næstum hreinn upp aftur. Okkur hættir oft til að ofbaka brauð og kökur sem innihalda grænmeti. Þannig kökur eru oft blautari í sér og erfitt að nota prjónsaðferðina. Oft er gott að hlusta. Þegar hættir að "hvissa" í henni í lok bökunar er hún tilbúin. Ef þið viljið nota ferskt grasker í brauðið, er það skorið í bita og soðið í vatni þar til það er mjúkt og síðan maukað í matvinnsluvél. Gott er að smyrja þetta brauð með dálitlu smjöri. Brauðið geymist vel í frysti. þessari uppskrift að Graskersbrauð er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 04.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|