Grænmeti í karrý


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3171

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Grænmeti í karrý.

4-6 gulrætur
1-2 stórar nípur (pastinak)
½ sellerí
2-3 lúkur rósakál
3 laukar
Hvítlaukur eftir smekk (etv. 2-8 geirar)
1-3 rauðrófur
1-2 paprikkur, gular eða rauðar
Olía
Karry eftir smekk
Smá vatn
Timjan
1-2 litlir þurrkaðir chili
1 súputeningur
Salt og pipar


Aðferð fyrir Grænmeti í karrý:

Skrælið og hreinsið grænmetið og skerið það í jafnstóra teninga. Brennið karrýið af í olíu og skellið grænmetinu á pönnuna. Hrærið í þar til allt grænmetið hefur tekið smá lit. Bætið 1-2 bollum af vatni á pönnuna og kryddið með súputeningi, salti, pipar, chili og timjan. Setjið lok á pönnuna og látið þetta malla í cirka 40 mínútur. Berið fram með kjöti eða fisk. Einnig er gott að blanda þessu í kartöflumús og baka í ofni.

þessari uppskrift að Grænmeti í karrý er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.02.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Grænmeti í karrý
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Meðlæti  >  Grænmeti í karrý