Góð sveppasúpa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6408

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Góð sveppasúpa.

1 matskeið ólífuolía
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
400 grömm sveppir, smátt skornir (takið 4 sveppahatta frá)
1 matskeið smjör
1 matskeið hveiti
3 matskeiðar sérrý
Grænmetissoð
150 ml rjómi
Salt og pipar
Kerfill
80 grömm geitaostur

Aðferð fyrir Góð sveppasúpa:

Steikið lauk og hvítlauk í 5 mínútur upp úr ólífuolíunni án þess að brúna. Bætið sveppum við og einni matskeið af smjöri og steikið áfram í tíu mínútur. Hrærið stöðugt í . Bærið í hveiti og hrærið áfram í eina mínútu. Bætið sérrýi og grænmetissoði út í og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið við rjómanum og sjóðið í tvær í þrjár mínútur. Kryddið með salti og pipar. Fyllið sveppahattana með geitaosti og bakið í ofni, við 170 gráður, í fimm mínútur. Setjið sveppahattana í súpuna.



þessari uppskrift að Góð sveppasúpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Góð sveppasúpa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Súpuuppskriftir  >  Góð sveppasúpa