Góð fiskisúpa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6723

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Góð fiskisúpa.

600-800 grömm lúða eða ýsa
7 desilítrar mysa
5 desilítrar vatn
1 teskeið salt
100 grömm sellerí
100 grömm púrrlaukur
4 meðalstórar gulrætur
1 meðalstór laukur
70 grömm smjör
1 teskeið karrý
2 matskeiðar hveiti
1/4 teskeið fiskikraftur + aromat
2 1/2 desilítrar rjómi
3 eggjarauður
2 litlar dósir rækjur, 200 grömm
Sesonall

Aðferð fyrir Góð fiskisúpa:

Fiskurinn skorinn í hæfilega stóra bita og beinhreinsaður. Fiskur, mysa, vatn og salt soðið saman, ekki mauksjóða fiskinn. Saxið lauk, púrru og sellerí og steikið í smjöri. Látið karrý út í og látið krauma smá stund. Gulrætur skornar í þunnar sneiðar og snöggsoðnar. Notið hveitið í 1 lítra af fiskisoðinu og bakið upp. Bragðbætið með sesonall, fiskikrafti, aromati og rjóma og hitið að suðu. Setjið egjarauður út í. Látið fiskinn, rækjurnar, gulræturnar og grænmetið saman við og allt er tilbúið.
Gott er að bera fram heitt smábrauð og smjör með súpunni.

þessari uppskrift að Góð fiskisúpa er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 04.11.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Góð fiskisúpa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Súpuuppskriftir  >  Góð fiskisúpa