Gæs með góðri sósuÁrstíð: Haust - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 21772 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gæs með góðri sósu. 4 gæsabringur Salt Pipar Tímían Sósa: Soð Sveppir Rjómi Gráðostur eða rifsberjahlaup Aðferð fyrir Gæs með góðri sósu: Brúnið gæsabringurnar á pönnu í cirka 3 mínútur á hvorri hlið, við háan hita og kryddið með salti, pipar og tímíani. Takið bringurnar af pönnunni og skerið þær í þunnar sneiðar þvert á vöðvann og raðið í eldfast mót. Setjið vatn á pönnuna og losið um þær skófir sem myndast hafa. Sigtið þetta og notið sem soð í sósu. Sósan: Steikið sveppina á pönnu og hellið soði og rjóma útá, jafnið með sósujafnara. Bætið 1-2 matskeiðum af rifsberjahlaupi eða gráðosti útí. Bara annaðhvort ekki hvortveggja. Sósunni er hellt yfir gæsina og þetta er sett inn í ofn og hitað við 180 gráður í 20 mínútur. Með réttinum er gott að hafa brúnaðar kartöflur, perur skornar í ræmur og velt upp úr púðursykri á pönnu, Waldorfsalat og ef vel liggur á okkur má líka hafa rósakál. þessari uppskrift að Gæs með góðri sósu er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|